Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 09:43
Elvar Geir Magnússon
Mbappe kveður PSG án þess að ná stóra markmiðinu
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe kveður Paris St-Germain í sumar og gengur að öllum líkindum í raðir Real Madrid. Það gerir hann án þess að hafa náð því markmiði að vinna Meistaradeildina með höfuðborgarliði þjóðar sinnar.

PSG tapaði einvígi sínu gegn Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar samtals 2-0. Mbappe, sem er mögulega besti fótboltamaður heims, náði ekki að sýna sínar bestu hliðar.

„Þetta var óvanalegt fyrir Kylian Mbappe," sagði Rio Ferdinand á TNT Sports eftir 0-1 tap PSG í seinni leiknum gegn Dortmund í gær.

„Hann er leikmaður sem er vanur því að bera af á stærstu augnablikunum, á stærsta sviðinu þegar allt er undir. Allan feril sinn hefur hann stigið upp á stærstu stundunum. En í gegnum þessa tvo leiki var hann langt frá sínu besta."

Katarskir eigendur PSG hafa varið háum fjárhæðum í að reyna að vinna Meistaradeildina og keypt leikmenn á borð við Mbappe og Lionel Messi. En markmiðið hefur ekki náðst og nú eru að verða kaflaskil hjá félaginu þegar Mbappe yfirgefur það í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner