Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Allt undir í Madríd
Mynd: Getty Images
Næstsíðasti leikur tímabilsins í Meistaradeildinni fer fram í kvöld, þegar Real Madrid tekur á móti FC Bayern í seinni undanúrslitaleik liðanna.

Það verður allt undir í Madríd þar sem sigurvegari kvöldsins tryggir sér farmiða í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Borussia Dortmund, sem lagði PSG að velli í gærkvöldi.

Liðin gerðu jafntefli í fyrri viðureigninni í München, þar sem bæði lið tóku forystuna en lokatölur urðu 2-2 í nokkuð jöfnum og skemmtilegum leik.

Takist Bayern að sigra í kvöld munu þeir mæta Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað sinn á ellefu árum á Wembley, en Bayern vann úrslitaleikinn þar 2013.

Leikur kvöldsins:
19:00 Real Madrid - FC Bayern (2-2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner