Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
   mið 08. maí 2024 21:51
Sverrir Örn Einarsson
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Pétur Pétursson þjálfari Vals
Pétur Pétursson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara mjög torsótt, Keflvíkingar voru bara fínar í fyrri hálfleik og voru yfir í öllu gegn okkur. Við mættum svo í seinni hálfleik og tókum leikinn yfir fannst mér og kláruðum leikinn á réttum nótum.“ Sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals eftir 2-1 endurkomusigur Vals á Keflavík suður með sjó fyrri í kvöld.

Valsliðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik og var alls ekki ósanngjarnt að Keflavík hélt til búningsherbergja í hálfleik með forystu. Hvað var það sem að olli þessari deyfð yfir leik Vals? Aðstæður mögulega að koma á gras í fyrsta skipti þetta sumarið?

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Valur

„Að einhverju leyti, boltinn gekk ekki eins vel og við vildum. Við breyttum aðeins upplegginu í seinni hálfleik í staðinn en það er svo sem engin afsökun. Keflavík vildi þetta bara meira í fyrri hálfleik en við miklu miklu meira í þeim seinni.“

Amanda Andradóttir var ekki í leikmannahóp Vals í kvöld en hún hefur að öðrum ólöstuðum verið best í mótinu í upphafi. Hvað bjó þar að baki?

„Eftir síðasta leik þar sem hún var spörkuð ansi mikið niður þá er hún bara með stokkbólginn ökkla og bara gat ekki spilað í dag.“
Sagði Pétur og bætti svo við um hvort það væri ráð andstæðinga til að stöðva Amöndu að sparka hana niður.

„Það er oft þannig með góða leikmenn að þú tekur aðeins fastar á þeim. Svo er það alltaf spurning hvort að dómarar hjálpi þessum leikmönnum. Það er bara hluti af því að vera góður leikmaður eins og Amanda að geta fengið svona brot endalaust.“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék sínar fyrstu mínútur í Valstreyjunni er hún kom inn á völlinn á 88. mínútu leiksins. Gleðiefni fyrir Val að sjá hana komast af stað.

„Frábært að sjá hana koma inn á völlinn aftur. Hún á eftir að koma sér almennilega af stað en það var fínt að gefa henni í dag einhverjar mínútur.“

Sagði Pétur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner