Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin í dag - Áskorun fyrir Fiorentina
M'Bala Nzola skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í fyrri leiknum gegn Club Brugge.
M'Bala Nzola skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í fyrri leiknum gegn Club Brugge.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Fiorentina er að reyna að komast í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar annað árið í röð, en liðið tapaði úrslitaleiknum gegn West Ham United í fyrra.

Fiorentina spilar við belgíska stórveldið Club Brugge í undanúrslitum keppninnar í ár og fer seinni leikurinn fram í Belgíu í kvöld, eftir 3-2 sigur Fiorentina á heimavelli.

Leikurinn í Flórens var fjörugur, þar sem Fiorentina þurfti að taka forystuna í þrígang til að sigra gestina frá Belgíu.

Fiorentina var sterkari aðilinn en Belgarnir sýndu hvers þeir eru megnugir og tókst þeim að jafna stöðuna í 2-2 eftir að hafa misst mann af velli með rautt spjald á 61. mínútu.

Leikurinn í kvöld verður því gríðarlega spennandi þar sem aðeins eitt mark skilur liðin að eftir fyrri viðureignina.

Leikur kvöldsins:
19:00 Club Brugge - Fiorentina
Athugasemdir
banner
banner
banner