Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoraði 90 mörk og fær nú atvinnumannasamning hjá Liverpool
Keyrol Figueroa.
Keyrol Figueroa.
Mynd: Getty Images
Keyrol Figueroa hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Liverpool.

Um er að ræða afar efnilegan sóknarmann en hann er sonur Maynor Figueroa sem lék áður fyrr með Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Maynor var varnarmaður en sonur hans er sóknarmaður sem elskar að skora.

Keyrol Figueroa hefur núna verið í nokkur ár í akademíu Liverpool en hann vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar hann skoraði 90 mörk á einu tímabili með U14 liðinu.

Þessi 17 ára gamli leikmaður hefur einnig gert flotta hluti með unglingalandsliðum Bandaríkjanna.

Það verður spennandi að sjá hvort Keyrol nái að fylgja í fótspor föður síns með því að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner