Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
   fim 08. júní 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Már: Við erum alltaf að spila á móti þeim
Icelandair
Rúnar Már er kominn aftur í landsliðshópinn.
Rúnar Már er kominn aftur í landsliðshópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Landsliðið er náttúrulega staðurinn þar sem allir vilja vera," sagði Rúnar Már Sigurjónsson í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag.

Hann var ekki í síðasta landsliðshóp, en er nú mættur aftur fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu á sunnudagskvöld.

Leikurinn gegn Króatíu er ótrúlega þýðingarmikill, en hann gæti skorið úr um það hvort Íslandi fari á HM eða ekki.

„Maður var ekki síðast og maður getur í rauninni ekkert gert nema að halda áfram að spila sinn leik og vonast til að vera með næst og það hefur heppnast."

Hann var spurður út í leikinn sem er framundan.

„Við erum alltaf að spila á móti þeim þannig að við þekkjum liðið úti og inn. Við vitum allt um þá í rauninni, þannig að þetta snýst bara svo um að gera þetta rétt á vellinum á sunudaginn."

Ivan Raktic, leikmaður Barcelona, kemur ekki með til Íslands, en inn fyrir hann í lið Króatíu kemur væntanlega Mateo Kovacic, leikmaður Real Madrid. Er þetta ekki pirrandi?

„Mér gæti eiginlega ekki verið meira sama, við viljum alltaf spila á móti bestu leikmönnunum."

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner