Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   fim 08. júní 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Viðar Örn: Þessi umræða truflaði mig
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar í leiknum gegn Kósóvó í mars.
Viðar í leiknum gegn Kósóvó í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv, er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu á sunnudaginn. Viðar byrjaði gegn Kósóvó í mars en hann var síðan ekki valinn í hópinn fyrir stórleikinn á sunnudaginn.

„Ég verð að taka þessu með hvatningu og reyna að spila ennþá betur. Ég þarf að spila betur þegar ég fæ tækifæri með landsliðinu. Það hefur ekki gengið alltof vel hjá mér. Ég ætla ekki bara að skella þessu öllu á mig. Þetta er líka erfitt þegar þú færð ekki sénsinn í mörgum leikjum og færð síðan einn leik og þá er að duga eða drepast. Það er svolítið erfitt að fá einn séns. Þú þarft líka heppni og svoleiðis. Þeirra ákvörðun var að velja mig ekki í þeirra hóp og ég tek því eins og maður," sagði Viðar.

Umræðan truflaði í Kósóvó leiknum
Viðar fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kósóvó í mars. Þegar hópurinn fyrir leikinn var tilkynntur spurði Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, út í atvik frá því í nóvember þegar Viðar mætti ölvaður í flug á leið í æfingabúðir með landsliðinu. Viðar segir að umræðan í kringum það hafi truflað sig gegn Kósóvó.

„Ég ætlaði ekki að láta umræðuna trufla mig og ætlaði að svara fyrir mig inni á vellinum. Mér finnst ég oft hafa lent í umfjöllun og umræðu um hluti sem voru fyrir löngu síðan. Maður er yfirleitt sterkur og hrindir hlutum frá sér en það er ekki alltaf hægt."

„Þessi umræða truflaði mig. Þegar inn á völlinn var komið var ég að hugsa of mikið um að spila vel út af þessu og ég var ekki nógu yfirvegaður. Þetta gerðist fyrir löngu síðan og kom eins og köld vatnsgusa framan í mig þarna. Fólk í dag les fyrirsagnir og fyrirsögnin var röng. Ég er ekki að reyna að afsaka neitt sem ég gerði, það var rangt. Fyrirsögnin var þannig að fólk heldur að ég hafi mætt á fund hjá landsliðinu undir áhrifum. Það var eins langt frá því og hægt verður. Það truflaði mig líka,"
sagði Viðar en telur hann að ástæðan fyrir að hann sé ekki í hópnum núna tengist atvikinu í nóvember?

„Ég held ekki. Ég held að þetta sé alveg búið. Við vorum ekkert að ræða þetta í landsliðinu. Þetta er samt að sjálfsögðu umræða sem maður vill ekki vera með í landsliðinu. Þetta setur leiðinlegan blett í kringum landsliðið. Ég held að þetta sé gleymt og grafið. Þetta var ágætis áminning fyrir hópinn. Menn þurfa að gera allt professional eins og ég gerði ekki þarna."

„Maður er orðinn það gamall að maður á að vita betur"
Viðar baðst afsökunar á atvikinu þegar fréttirnar bárust í mars. Hann segist hafa lært af atvikinu.

„Þegar maður er að gera svona þá finnst manni það vera voða saklaust. Ég kláraði leik mjög seint og fékk mér nokkra drykki með félögum mínum sem voru í heimsókn. Ég fór upp á flugvöll í flug og þá voru þrettán tímar í að landsliðið ætti að hittast. Á þessum tímapunkti heldur maður að þetta sé voða saklaust. Að sjálfsögðu á maður ekki að gera svona og ég geri aldrei svona hluti. Hugsunin á bakvið þetta átti ekki að vera slæm. Maður er orðinn það gamall að maður á að vita betur."

Ólíkt sjálfstraust með lands og félagsliði
Viðar var markahæstur í Ísrael á nýliðnu tímabili eftir að hafa raðað inn mörkum með Malmö í Svíþjóð í fyrra. Með landsliðinu hefur ekki gengið jafn vel að skora.

„Sjálfstraustið mitt í félagsliði og landsliði er tvennt ólíkt. Ég er kannski með of lítið sjálfstraust í landsliðinu. Ég hef sett of mikla pressu á mig að ég verði að eiga besta leik lífs míns með landsliðinu eða ég spili ekki aftur með því. Þetta er skrýtin nálgun en svona er þetta í fótboltanum og landsliðinu."

„Þjálfurunum finnst aðrir henta betur til að byrja og maður þarf að taka því og reyna að gera betur. Ef ég hefði byrjaði örlítið fyrr að fá meiri séns og það hefði gengið vel þá væri ég með meira sjálfstraust og hlutirnir hefðu verið auðveldari í kjölfarið. Liðið var að spila það vel að það var ekki svigrúm til að breyta. Maður verður að halda áfram. Það þýðir ekki að tala um fortíðina og eftirsjá. Ísland er svakalega sterk liðsheild og þá er erfitt að gefa mönnum séns í byrjunarliðinu."


„Hjá mínum félagsliðum hef ég þurft tíma til að komast inn í kerfið. Ég hef aldrei dottið í gang frá fyrstu sekúndu. Ég hef alltaf þurft marga leiki í byrjunarliðinu til að komast í gang. Eftir að ég kemst í gang fer allt að smella. Það gæti verið það sama með landsliðið. Ef ég hefði spilað marga leiki í byrjunarliðinu og komist inn í þetta þá hefðu hlutirnir kannski þróast öðruvísi. Það eru það fáir landsleikir á ári að það er ekki hægt að gefa mönnum séns til að komast í gang. Þú þarft að gjöra svo vel og standa þig frá byrjun. Ég þarf að yfirfæra spilamennskuna með félagsliði inn á völl með landsliðinu. Ef leikmenn hafa spilað betur en ég með landsliðinu í þessum leikjum sem ég hef spilað þá er eðlilegt að þeir velji þá frekar en mig."

Ætlar að sýna að þjálfararnir hafi gert mistök
Viðar var heldur ekki valinn í hópinn sem fór á EM í fyrra en í kjölfarið fór hann að raða inn mörkum með Malmö í Svíþjóð.

„Maður verður að nota þetta sem hvatningu. Maður getur ekki verið að væla og segja að maður eigi að vera í hópnum. Ef ég ætti skilið að vera í byrjunarliðinu þá væri ég alltaf í hópnum. Maður þarf að sýna þeim að þeir hafi rangt fyrir sér að mínu mati. Ég gerði það eftir EM. Það var rosalega mikið svekkelsi þá. Manni langaði rosalega mikið að fara. Það var að mörgu leyti rétt að velja mig ekki þá því að ég byrjaði rosalega hægt í Svíþjóð. Eftir það hugsaði ég að ég hefði engu að tapa og ákvað að vera góður. Það gekk mjög vel eftir það. Núna gef ég líka allt í botn og ætla að sýna að þjálfararnir séu að gera mistök að mínu mati. Ég hef fulla trú á að ég geti svarað fyrir þetta. Það eina sem þú getur gert er að setja hökuna upp og reyna að spila betur. Eina leiðin fyrir knattspyrnumann er að svara inni á vellinum."

Spáir sigri á Króötum
Viðar er bjartsýnn á að Ísland nái að vinna Króatíu í toppslagnum í I-riðli á Laugardalsvelli á sunnudaginn.

„Ég tel möguleikana góða. Það gæti hjálpað okkur að spila á móti þeim á heimavelli á þessum tímapunkti. Þetta er besta liðið í riðlinum hingað til og þeir hafa marga rosalega góða leikmenn sem spila með góðum liðum. Við höfum oft unnið góð lið á heimavelli og ég hef lúmskan grun um að við vinnum þennan leik," sagði Viðar.

„Ég tel að þeirra veikleiki sé í vörninni. Þeir eru með rosalega sterka menn á miðjunni og í sókninni og við þurfum að verjast vel og nýta föst leikatriði. Ef við komumst yfir þá er ég nokkuð viss um að við vinnum þennan leik. Króatar geta unnið hvaða lið sem er en við getum það líka, sérstaklega á heimavelli."

Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Viðar. Lengra viðtal við hann verður í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner