Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. júní 2018 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Sindra borga sig inn til styrktar Ægis Þórs
Ægir Þór Sævarsson.
Ægir Þór Sævarsson.
Mynd: Sindri
Knattspyrnudeild Sindra stendur fyrir styrktardegi fyrir Ægi Þór Sævarsson, 6 ára gamlan fótboltaáhugamann, sem er með Duchenne sjúkdóminn, næstkomandi laugardag 9. júní.

Sjá nánar um Ægi og sjúkdóminn hér

Meistaraflokkur karla tekur á móti Ægi í 3. deild karla kl. 14:00 á laugardaginn og meistaraflokkur kvenna tekur á móti Fjölni í Inkasso deild kvenna kl. 16:30.

Allur ágóði af leikjunum fer til Ægis Þórs. Á milli leikja verður síðan matarveisla og leggja einstaklingar og fyrirtæki á staðnum til mat og selt verður inn til styrktar Ægi Þór.

1500 kr. kostar á hvorn leik fyrir sig og 3000 kr. í matarveisluna, en hægt er að borga sig inn á alla gleðina fyrir aðeins 5000 kr, á báða leikina fyrir 2500 kr. og á einn leik og matarveislu fyrir 4000 kr.

Leikmenn Sindra ætla að borga sig inn á leikina sem þeir spila og jafnvel leikmenn sem eru fjarverandi um helgina munu greiða aðgangseyri. Önnur lið hafa sýnt fjáröfluninni áhuga og eru að skoða að borga sig inn á leik um helgina til að styrkja þetta góða málefni.

Knattspyrnudeild Sindra vill koma á framfæri kærum þökkum fyrir stuðninginn og vonast til að sjá sem flesta á Sindravöllum á laugardaginn!

Hægt er að leggja málefninu lið með því að leggja inn á Sindra 0172-26-10589 kt. 430380-0609 með skýringunni FyrirÆgiÞór.
Athugasemdir
banner
banner
banner