Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. júlí 2013 15:43
Daníel Freyr Jónsson
Dortmund fær Henrikh Mkhitaryan (Staðfest)
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan.
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildarliðið Borussia Dortmund hefur gengið frá kaupunum á miðjumanninum Henrik Mkhitaryan frá Shakhtar Donetsk.

Mkhitaryan mun skrifa undir fjögurra ára samning hjá Dortmund, sem greiðir 25 milljónir evra fyrir Armenann.

Fyrr í dag gekkst hann undir læknisskoðun og fljótlega eftir það tilkynnti Dortmund þýsku kauphöllinni um kaup á leikmanninum.

Mkhitaryan vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Shakhtar, en hann skoraði í heildina 38 mörk í 72 leikjum með Shakhtar. Enska stórliðið Liverpool bauð meðal annars í hann fyrr í sumar.
Athugasemdir
banner
banner