Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. október 2015 17:55
Elvar Geir Magnússon
Árni Vill hetja U21 landsliðsins í Úkraínu - Öflugur sigur
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21: Úkraína 0 - 1 Ísland
0-1 Árni Vilhjálmsson ('71)

Íslenska U21-landsliðið er enn taplaust í undankeppni EM en liðið vann gríðarlega öflugan útisigur gegn Úkraínu í leik sem var að ljúka.

Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Lilleström, reyndist hetja Íslands.

Árni kom inn sem varamaður fyrir Aron Elís Þrándarson á 65. mínútu og var búinn að skora sex mínútum síðar. Hann skaut úr vítateigsboganum og boltinn söng í netinu þó markvörður heimamanna hafi verið í honum. Markið má sjá á Snapchat-aðgangi okkar: Fotboltinet.

Úkraína fékk fleiri færi í leiknum og átti til að mynda tvö skot sem höfnuðu í samskeytunum. Frederik Schram átti góðan leik í marki Íslands og varði meðal annars úr dauðafæri í fyrri hálfleik. Þá fékk Úkraína afar gott færi til að jafna í uppbótartíma en strákarnir okkar höfðu heppnina með sér.

Ísland hafði fyrir leikinn unnið Makedóníu og Frakland ásamt því að gera jafntefli við Norður-Írland. Íslenski hópurinn heldur næst til Skotlands og mætir heimamönnum í erfiðum leik sem fram fer á þriðjudag.

Lið Íslands:
1. Frederik Schram (m)
2. Adam Örn Arnarson
3. Oliver Sigurjónsson (f)
4. Orri Sigurður Ómarsson
5. Hjörtur Hermannsson
6. Böðvar Böðvarsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Sindri Björnsson
9. Elías Már Ómarsson
10. Aron Elís Þrándarson
(65 - Árni Vilhjálmsson inn)
11. Ævar Ingi Jóhannesson
(87 - Heiðar Ægisson inn)
Athugasemdir
banner
banner
banner