Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. október 2015 12:07
Elvar Geir Magnússon
Kaplakrika
Bergsveinn valdi FH fram yfir KR
Bergsveinn á fréttamannafundi í dag.
Bergsveinn á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var eitt annað félag sem reyndi að fá mig," sagði varnarmaðurinn Bergsveinn Ólafsson sem var í dag kynntur sem nýr leikmaður FH.

Þegar fréttamaður spurði Bergsvein hvort KR hefði verið hitt félagið sem vildi fá hann var svarið já.

„Það var áhugaverður kostur en ég ákvað að velja FH. Þeir voru með áhugaverð plön og þetta var erfitt val."

Bergsveinn var fyrirliði Fjölnis en samningur hans við Grafarvogsfélagið var að renna út og FH fékk leyfi til að fara í viðræður við hann.

Viðtal við Bergsvein verður birt hér á Fótbolta.net innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner
banner