Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 08. október 2015 12:10
Gunnar Birgisson
Eiður Smári: Var okkur ekki hent út fljótlega?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Einn af þeim hlutum sem Lars hefur komið með inn í liðið er mikið um endurtekningar, endurtaka bæði okkar varnarleik og sóknarleik," sagði Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í morgun.

„Þeir eru mjög þéttir varnarlega séð og spila meira af skyndisóknum. Við þurfum kannski að stjórna þessum leik kannski frekar en gegn Hollandi, Tékklandi og Tyrklandi."

„Við eigum bara að horfa á efsta sætið og gíra okkur inn á það að halda því og svo er mikið talað um þennan 3.styrkleikaflokk sem getur verið mjög mikilvægt."

Aðspurður um hvort menn hafi verið lengi í skýjunum eftir að það kom í ljós að sæti á EM væri í höfn.
„Nei var okkur ekki hent út fljótlega bara?"

Kínverjarnir voru ekki lengi að taka við sér þegar þeir heyrðu af því að Ísland væru komnir á stórmót í fótbolta og óskuðu þeir Eið strax til hamingju.
„Já þeir gerðu það, ég held að það gerist ósjálfrátt þegar þú ert með hóp af leikmönnum sem kemur saman daglega og eitthvað svona gerist í fótbolta þá er það heimsfrétt og það nær alveg til Kína líka."

Eiður segir að mun auðveldara sé að ferðast frá Kína og hingað heldur en öfugt.
„Ég lenti í djöfullegu ferðalagi eftir síðasta leik þar sem ég lagði af stað á þriðjudegi og kom á endastöð á laugardegi."

Aðspurður um samningsstöðu og framhald hans úti í Kína sagði Eiður,
„Við sömdum bara um það að samningar yrðu skoðaðir í lok tímabils. Ég er ekkert stressaður yfir því hvar ég verð, en ef við tökum samt Kína sem dæmi þá færi ég bara í undirbúningstímabil í janúar og tímabilið byrjar í mars þannig hún verður í fullum gangi þegar keppnin hefst,"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner