Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 08. október 2015 12:42
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardal
Lagerback: Allir heilir heilsu nema Jón Daði
Jón Daði gæti verið hvíldur fram yfir Lettaleikinn
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Guðmundur Karl
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands er spenntur fyrir komandi verkefnum með liðinu.

Hann segir það skemmtilegasta við starfið sé að spila leiki.

„Já, þetta er það skemmtilegasta við starfið, ég hlakka mikið til. Þetta er okkar síðasti heimaleikur og það er aukin ástæða til að hlakka til með allan þennan stuðning frá stuðningsmönnum"

Lettar lágu svolítið til baka í fyrri leik liðana og býst Svíinn við svipuðum leik núna.

„Ég held þetta verði svipaður leikur og fyrri leikurinn, það er hægt að bera þetta saman við heimaleikinn gegn Kasakstan líka. Þeir eru mjög skipulagðir og verjast mjög vel og koma með skyndisóknir, þeir eru með góða leikmenn og þetta verður erfiður leikur."

„Við þurfum klárlega að vera betri í síðasta þriðjungi vallarins, við stjórnuðum leiknum vel en við þurftum bara eitt stig og ég skil að leikmennirnir voru varkárir. Við þurfum að komast bakvið þá á köntunum og pressa meira á þá en við gerðum á móti Kasakstan."

Lagerback segir leikina mikilvæga þrátt fyrir að Íslands sé komið á EM.

„Við höfum talað um það við leikmennina að við verðum að komast úr þægindarammanum því við höfum komist áfram. Þessir leikir eru mikilvægir fyrir margar ástæður. Við eigum ennþá möguleika á að komast upp í þriðja styrkleikaflokk."

Hann segir stöðuna á hópnum góða og eru allir heilir heilsu nema Jón Daði sem varð fyrir hnjaski en það er ekkert alvarlegt.

„Allir eru fullir heilsu nema Daði (Jón Daði Böðvarsson) hann fór í myndatöku í gær en það var ekkert alvarlegt. Hann mun hvíla í dag og jafnvel fram yfir Lettaleikinn."

Hann segir rigninguna síðustu daga ekki vera vandamál.

„Þetta er ekkert mál fyrir mig, þetta er ekki slæmt veður, bara slæm föt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner