Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. október 2015 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: AP Sports / Yahoo 
Messi feðgar fara fyrir dóm
Lionel Messi gæti endað í fangelsi en það verður að teljast mjög ólíklegt.
Lionel Messi gæti endað í fangelsi en það verður að teljast mjög ólíklegt.
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í vikunni að ákæra um skattsvik á hendur Lionel Messi hefði verið ógilduð, en svo er ekki.

Lionel og faðir hans, Jorge Messi, þurfa að fara fyrir dóm þar sem þeir eru ákærðir fyrir skattsvik í þremur liðum.

Feðgarnir gætu átt tveggja ára fangelsisvist yfir höfði sér og þurfa auk þess að greiða væna sekt verði þeir dæmdir sekir.

Samanlagt eiga feðgarnir að hafa svindlað rúmlega fjórar milljónir evra frá spænska skattinum á árunum 2007 til 2009. Fjórar milljónir evra eru um 570 milljónir íslenskra króna.

Lionel Messi er talinn hafa litla sem enga aðild að skattsvikunum, þar sem hann treysti föður sínum og skrifaði undir allt sem hann var beðinn um.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner