Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. október 2015 19:37
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: La Gazzetta 
Mourinho: Ég veit ekki hvað er að
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segist ekki vera með á hreinu hvað sé að plaga sig og sína menn hjá Chelsea sem eru aðeins með átta stig eftir átta fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi út traustsyfirlýsingu eftir tapleik gegn Southampton þar sem hann sagðist treysta Mourinho fullkomlega þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu.

„Ég er mjög stoltur af traustinu sem mér er sýnt," sagði Mourinho við ítalska fjölmiðilinn La Gazzetta dello Sport.

„Yfirlýsingin sýnir að Abramovich treystir stjóranum sem hefur unnið úrvalsdeildina þrisvar með félaginu. Ég þakka honum fyrir og held áfram minni vinnu.

„Ég veit ekki hvað er að. Úrslitin sem Chelsea er að fá eru hræðileg. Ég get ekki falið mig frá sannleikanum, úrslitin eru virkilega hræðileg og ég finn engar útskýringar.

„Ég get fullvissað ykkur um að ég er að leggja meira á mig en ég hef nokkurn tímann gert og við munum komast yfir þessa erfiðu tíma."

Athugasemdir
banner
banner
banner