Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. október 2015 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Ronaldinho: Fæ ný tilboð á hverjum degi
Ronaldinho
Ronaldinho
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Ronaldinho er án félags þessa dagana en hann segist ekki vera farinn að íhuga að leggja skóna á hilluna.

Hann náði samkomulagi við brasilíska úrvalsdeildarliðið Fluminense á dögunum um að rifta samningi sínum við félagið eftir aðeins tveggja mánaða dvöl.

Þessi 35 ára gamli leikmaður var þar á undan á mála hjá mexíkóska liðinu Queretaro en hann staldraði líka stutt við þar.

„Ég ætla að halda áfram að spila í einhvern tíma í viðbót. Ég fæ ný tilboð á hverjum degi."

„Mér líður vel og heilsan er góð. Það segir sitt að félög hafa enn áhuga á mér. Ég tel mig enn hafa burði til að spila í háum gæðaflokki og það heldur mér gangandi,"
sagði Ronaldinho.

Ronaldinho var tvisvar valinn besti leikmaður heims þegar hann var upp á sitt besta en þá lék hann með Barcelona.



Athugasemdir
banner
banner
banner