Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. október 2015 05:55
Arnar Geir Halldórsson
Undankeppni EM í dag - Allt undir hjá Dönum
Cristiano Ronaldo fær Dani í heimsókn í kvöld
Cristiano Ronaldo fær Dani í heimsókn í kvöld
Mynd: Getty Images
Undankeppni EM byrjar aftur að rúlla í kvöld þar sem átta leikir eru á dagskrá.

Það er mikil spenna í D-riðli þar sem heimsmeistarar Þjóðverja verma toppsætið með nítján stig. Þeir sækja Írland heim í dag en Írar eru í 3.sæti með fimmtán stig.

Pólland er með tveim stigum minna en Þýskaland í 2.sæti en þeir heimsækja Skota í kvöld þar sem Skotlandi dugir ekkert minna en þrjú stig ef liðið ætlar sér að eiga möguleika á farseðli til Frakklands.

Ungverjar mega ekki misstíga sig gegn Færeyjum í kvöld í F-riðli þar sem liðið er að elta Rúmeníu og N-Írland sem eru í efstu tveim sætunum.

Í I-riðli leikur Danmörk sinn síðasta leik í kvöld þegar liðið heimsækir Cristiano Ronaldo og félaga í Portúgal sem eru á toppi riðilsins með fimmtán stig eftir sex leiki. Danir hafa leikið einum leik meira og hafa tólf stig í öðru sæti en í þriðja sæti eru Albanir með ellefu stig eftir sex leiki.

Leikir dagsins

D-riðill

16:00 Georgía - Gíbraltar (Stöð 2 Sport)
18:45 Írland - Þýskaland (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Skotland - Pólland (Stöð 2 Sport 2)

F-riðill

18:45 Ungverjaland - Færeyjar
18:45 N-Írland - Grikkland
18:45 Rúmenía - Finnland

I-riðill

18:45 Albanía - Serbía
18:45 Portúgal - Danmörk (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner