Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. desember 2016 11:22
Elvar Geir Magnússon
Bellerín gæti spilað gegn Stoke
Bellerín með gegn Stoke?
Bellerín með gegn Stoke?
Mynd: Getty Images
Hinn ákaflega geðþekki spænski bakvörður, Hector Bellerín, gæti snúið aftur í leik Arsenal gegn Stoke á laugardag. Bellerín hefur ekki spilað síðustu leiki vegna meiðsla.

Þá er Francis Coquelin klár í slaginn eftir leikbann.

„Staðan á Bellerín verður skoðuð betur í dag. Leikurinn kemur of snemma fyrir Danny Welbeck og Per Mertesacker en þeir eru báðir á réttri leið eftir meiðslin. Santi Cazorla fór undir hnífinn í vikunni vegna ökklameiðsla og aðgerðin tókst vel," segir Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

„Við þurfum að sjá hvernig Cazorla jafnar sig en ég er bjartsýnn á að hann geri það vel og fljótt. En þegar þú ert skorinn upp og ert að spila í þessum styrkleikaflokki þá þarftu að bíða í tvo mánuði með að spila aftur."

Stuðningsmenn Arsenal eru bjartsýnir á að sitt lið geti tekið þátt í baráttunni um enska meistaratitilinn allt til loka.

„Það er góð dínamík í liðinu og það er heilsteyptara. Úrvalsdeildin er mjög opin, mjög áhugaverð og það eru margir stórleikir. Við erum í miðri baráttunni og eigum möguleika. Desember er mikilvægur mánuður fyrir okkur. Það eru stórir leikir framundan en ég er mjög ánægður með hvernig liðið hefur verið," segir Wenger.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner