Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 08. desember 2016 10:09
Elvar Geir Magnússon
Bjartsýni á að United leikurinn verði spilaður í kvöld
Það er skítakuldi í Úkraínu.
Það er skítakuldi í Úkraínu.
Mynd: Getty Images
UEFA segir að allt stefni í að Evrópudeildarleikur Manchester United gegn Zorya Luhansk geti farið fram á Chornomorets leikvanginum í Odessa í kvöld.

Völlurinn var skoðaður í morgun og sagði fulltrúi UEFA í Úkraínu: „Nú er kuldastigið sem mest, það verður bara hlýrra eftir því sem líður á daginn."

Fjölmiðlafulltrúi Zorya sagði: „Allt veltur a því hvernig veðrið verður og völlurinn er ekki frábær sem stendur. Við búumst við 2-3 stiga hita og allt ætti að vera í lagi."

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, kvartaði yfir vellinum í gær þegar lið United mætti til æfinga. Hann setti spurningamerki við það að UEFA láti leik í lokaumferð riðilsins fara fram í Odessa í Úkraínu í desember þegar kuldinn er mikill.

Leikurinn hefst 18 en United þarf stig til að komast í útsláttarkeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner