Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. desember 2016 10:00
Elvar Geir Magnússon
Chelsea vill fá Sanchez við hlið Costa
Powerade
Gæti hann fært sig til í London?
Gæti hann fært sig til í London?
Mynd: Getty Images
Bernardeschi til Chelsea?
Bernardeschi til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Sakho til Mílanó?
Sakho til Mílanó?
Mynd: Getty Images
Erfiðar viðræður Arsenal við sínar skærustu stjörnur hafa verið áberandi í umræðunni og það er ekki að breytast. Hér er slúðurpakki dagsins, tekinn saman af BBC. Njótið.

Chelsea er tilbúið að gera tilboð í Alexis Sanchez (27) en Sílemaðurinn á í samningadeilum við Arsenal. Chelsea vill fá Sanchez með Diego Costa í fremstu víglínu á Stamford Bridge. (Daily Mirror)

Ramon Calderon fyrrum forseti Real Madrid segir að spænsku risarnir séu ekki að ræða um að gera tilboð í Sanchez. (TalkSport)

Arsenal neyðist til að hlusta á tilboð í miðjumanninn Mesut Özil (28) næsta sumar ef hann lækkar ekki launakröfur sínar. Özil fer fram á 384 þúsund pund á viku. (Daily Telegraph)

Chelsea mun veita Manchester United samkeppni í tilraunum til að fá hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk (25) frá Southampton. (Times)

Miðvörðurinn Marcelo Brozovic (24) hefur framlengt samningi sínum við Inter á Ítalíu til 2021. Umboðsmaður hans segir hann hafa hafnað tilboði frá Chelsea í sumar. (Daily Star)

Enska knattspyrnusambandið ætlar að biðja John Terry (36), fyrirliða Chelsea, að slást í hópinn með Steven Gerrard og Frank Lampard í að leiðbeina ungum leikmönnum. (The Sun)

Manchester United mun íhuga tilboð í Marouane Fellaini (29) í janúar en aðeins kauptilboð. United hefur ekki áhuga á að lána miðjumanninn. (Daily Mail)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, gaf vængmanninum Federico Bernardeschi (22) hjá Fiorentina tækifæri með ítalska landsliðinu í mars. Hann er nú tilbúinn að borga 38 milljónir punda til að fá leikmanninn á Stamford Bridge. (Calcio Mercato)

Ensk úrvalsdeildarfélög eru komin upp á tærnar eftir að Peter Bosz, stjóri Ajax, sagði að miðjumaðurinn Riechedly Bazoer (20) væri líklega á förum í janúar. Arsenal, Chelsea og Manchester City hafa fylgst með leikmanninum. (Daily Mirror)

Olivier Giroud (30) mun ekki yfirgefa Arsenal í janúar þrátt fyrir takmarkaðan spilatíma. Þetta segir umboðsmaður sóknarmannsins. (Foot Mercato)

Chelsea, Manchester City og Arsenal hafa öll sett sig í samband við föður miðjumannsins Isco (24) hjá Real Madrid. Þau vilja krækja í leikmanninn. (Sun)

Romelu Lukaku (23), sóknarmaður Everton, staðfestir að annað lið í ensku úrvalsdeildinni hafi verið nálægt því að kaupa sig í sumar. Hann fer ekki leynt með að metnaður sinn sé að berjast um enska meistaratitilinn. (Liverpool Echo)

Neil Mellor, fyrrum sóknarmaður Liverpool, hefur hvatt Gerrard (36) til að hefja störf hjá akademíu félagsins. (Metro)

Mílanóliðin AC og Inter vilja fá varnarmanninn Mamadou Sakho (26) frá Liverpool. (Calciomercato)

Manchester United sendi njósnara til að fylgjast með bakverðinum Nelson Semedo (23) hjá Benfica þegar liðið mætti Napoli í Meistaradeildinni í þessari viku. (TalkSport)

Nolito (30), sóknarmaður Manchester City, segist sáttur við hvernig Pep Guardiola dreifir álaginu á leikmönnum. (Manchester Evening News)

Móðir Pierre-Emerick Aubameyang (27), sóknarmanns Borussia Dortmund, lofaði afa sínum að hann myndi spila fyrir Real Madrid. Þetta segir móðir leikmannsins sem hefur verið orðaður við spænska stórliðið og skoraði gegn því í gær. (Metro)

Moussa Dembele (20), markahæsti leikmaður Celtic í Glasgow, verður ekki seldur í janúar. Þetta segir Brendan Rodgers, stjóri Celtic. Greint hefur verið frá áhuga Real Madrid, Liverpool, Manchester United og Manchester City. (Daily Record)

Nígeríumaðurinn Wilfred Ndidi (19) hefur hæfileikana til að fylla skarð N'Golo Kante hjá Leicester samkvæmt fyrrum þjálfara hans hjá Genk, Alex McLeish. Ndidi var keyptur til Genk af McLeish. (Leicester Mercury)

Stoke City gæti fengið samkeppni frá Borussia Dortmund um sóknarmanninn Fedor Smolov (26) sem leikur fyrir Krasnodar. (Stoke Sentinel)

Jonas Olsson (33), varnarmaður West Brom, segir að hann gæti fært sig um set eftir tímabilið. Svíinn hefur spilað yfir 250 leiki fyrir félagið síðan hann kom 2008. (Express & Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner