Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. desember 2016 14:53
Elvar Geir Magnússon
Dion Acoff til Vals (Staðfest)
Dion á Hlíðarenda.
Dion á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Þróttar og Knattspyrnudeild Vals hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Dion Acoff úr Þrótti og yfir í Val.

Dion sem er 25 ára kom til Þróttar fyrir keppnistímabilið 2015. Hann lék 45 leiki fyrir Þrótt í deild og bikar og skoraði í þeim 9 mörk.

Dion átti stóran þátt í að hjálpa Þrótti upp í Pepsi-deildina árið 2015 en hann var þá valinn í lið ársins í 1. deildinni.

Í sumar var Dion einnig mjög öflugur í Pepsi-deildinni en þessi eldsnöggi kantmaður var duglegur að valda usla í vörnum andstæðinganna.

Þróttarar féllu úr Pepsi-deildinni og var Dion eftirsóttur en Valur hafði betur í samkeppninni um þjónustu hans.

Valsmenn hafa hampað bikarmeistaratitlinum síðustu tvö tímabil en liðið hafnaði í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu sumri.
Athugasemdir
banner
banner
banner