fim 08. desember 2016 17:00
Elvar Geir Magnússon
Eigandi Leeds í 18 mánaða bann
Cellino er 60 ára Ítali.
Cellino er 60 ára Ítali.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt eiganda Leeds, Massimo Cellino, í átján mánaða bann fyrir að brjóta reglur sambandsins varðandi samskipti við umboðsmenn. Hann má ekki koma nálægt rekstri neins félags meðan bannið er í gildi.

Bæði hann og Leeds fengu sektir og þá þarf Cellino að fara á sérstakt námskeið um skyldur og ábyrgð eiganda enskra fótboltafélaga.

Refsingin er vegna sölu Ross McCormack frá Leeds til Fulham 2014.

Cellino segist vera saklaus og hissa á þessari refsingu.

„Ég bið leikmenn, knattspyrnustjóra og starfslið að halda áfram að vinna af hollustu og fagmennsku og berjast fyrir félagið utan sem innan vallar. Ég er viss um að fjölmiðlar í landinu munu kafa í þetta mál og komast að sannleikanum," segir Cellino sem er mjög umdeildur meðal stuðningsmanna Leeds.

Hann hefur rekið sex þjálfar þau tvö og hálft ár sem hann hefur átt félagið og lent í mörgum vafasömum atvikum utan vallar. Sögusagnir hafa verið í gangi um að hann gæti selt félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner