Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 08. desember 2016 13:47
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
EM kvenna næsta sumar verður á RÚV
María Björk Guðmundsdóttir á RÚV.
María Björk Guðmundsdóttir á RÚV.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Evrópumót kvennalandsliða sem fram fer í Hollandi 16. júlí til 6. ágúst næsta sumar verður sýnt á RÚV hér á landi.

Ísland verður í C-riðli með Frakklandi, Austurríki og Sviss.

Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik 18. júlí í Tilburg, Sviss 22. júlí í Doetinchem og Austurríki 26. júlí í Rotterdam. 8 liða úrslitin verða 29. og 30. júlí, undanúrslitin 3. águst og úrslitaleikurinn verður í Enschede 6. ágúst.

Þetta er þriðja Evrópumótið í röð sem kvennalandslið Íslands kemst á. Ísland komst í 8-liða úrslit á EM 2013 í Svíþjóð en varð í neðsta sæti í sínum riðli á EM 2009 í Finnlandi.

Þrjú stórmót liðaíþrótta sem Ísland tekur þátt í á árinu 2017 verða í beinni útsendingu á RÚV. HM karla í handbolta í Frakklandi 11.-29. janúar og EM karla í körfubolta 31. ágúst til 17. september.
Athugasemdir
banner
banner