Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. desember 2016 11:11
Elvar Geir Magnússon
Enska sambandið horfði framhjá kynferðisbrotum
Misnotkun á börnum heldur áfram að vera til umfjöllunar í breskum fjölmiðlum.
Misnotkun á börnum heldur áfram að vera til umfjöllunar í breskum fjölmiðlum.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið horfði framhjá því þegar áhyggjur vöknuðu um kynferðislega misnotkun á ungum drengum í enska fótboltanum á tíunda áratugnum. Þetta segist BBC hafa eftir heimildum.

Ógrynni frétta hafa birst síðustu vikur varðandi kynferðislega misnotkun. Kveikjan var þegar Andy Woodward, fyrrum leikmaður Crewe, steig fram og sagði frá þeirri misnotkun sem hann varð fyrir frá. Hrina fór af stað og mun fleiri fórnarlömb stigu fram í kjölfarið.

Ian Ackley, sem var misnotaður af manni sem tengist Manchester City, segir að faðir hans hafi kallað eftir því að brugðist yrði við og reynt að koma í veg fyrir að svona ætti sér stað. Hann hafi talað fyrir daufum eyrum.

Þá er sagt að enska sambandið hafi verið of lengi að gera skoðanir á sakaskrá manna á tíunda áratugnum og það hafi sett mörg börn í hættu.

„Þetta var fyrir samskiptamiðla á internetinu. Faðir minn sendi handskrifuð bréf til enska knattspyrnusambandsins og bað um að eitthvað yrði gert í þessum málum. Einu svörin sem hann fékk voru þau að þetta væru ekki þeirra vandamál," segir Ackley.

Árið 2000 setti enska sambandið í gildi nýja áætlun til að vernda krakka í fótboltanum. En margir hlutar þeirra áætlanna fóru ekki í gang fyrr en einhverjum árum á eftir, sum ekki fyrr en 2007.
Athugasemdir
banner
banner
banner