Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 08. desember 2016 07:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
M'Vila var búinn að semja við Sunderland en vildi ekki fara til þeirra
Yann M'Vila í leik með Sunderland.
Yann M'Vila í leik með Sunderland.
Mynd: Getty Images
Yann M'Vila var einn besti leikmaður Sunderland á síðustu leiktíð en þá var hann á láni frá rússneksa félaginu Rubin Kazan.

Sunderland voru mjög hrifnir af leikmanninum og ákvaðu þeir því að semja við hann. Samningurinn var þriggja og hálfs árs og virtust allir sáttir við sitt en hann átti að færa sig um set næsta sumar en þá var samningur hans við Rubin á enda.

Nú hefur félagið hins vegar tilkynnt að Frakkinn mun ekki ganga til liðs við þá þar sem hann bað um að hætt væri við samninginn.

„Yann M'Vila setti sig í samband við okkur og sagðist ekki vilja koma til okkar. Við sættum okkur við það og óskum honum alls hins besta," sagði Martin Bain, stjórnarformaður félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner