Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. desember 2016 09:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mkhitaryan: Við erum ekki búnir að gefast upp á deildinni
Henrikh Mkhitaryan er búinn að vera góður undanfarið.
Henrikh Mkhitaryan er búinn að vera góður undanfarið.
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan segir að Manchester United sé ekki búið að gefa upp alla von í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Lærisveinar Jose Mourinho eru 13 stigum frá toppliði Chelsea eftir 14 leiki ásamt því að vera níu stigum á eftir Manchester City sem eru í 4. sæti.

United hefur auk þess aðeins unnið tvo af síðustu níu deildaleikjum sínum.

„Við erum ekki búnir að gefast upp á ensku úrvalsdeildinni. Við erum ennþá með í baráttunni. Það er mikið eftir og við ætlum að minnsta kosti að berjast um efstu fjögur sætin," sagði Armeninn.

Hann hefur spilað vel undanfarið eftir erfiða byrjun hjá United og hefur hann byrjað þrjá af síðustu fjórum leikjum liðsins í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner