fim 08. desember 2016 23:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mourinho: Enginn hefur verið betri en við undanfarið
Það var kalt í Úkraínu í kvöld.
Það var kalt í Úkraínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Við spiluðum vel í kvöld. Við höfum ekki verið að ná í rétt úrslit undanfarið en það er eitt að spila illa og ekki ná úrslitum, þá missiru sjálfstraustið. Við höfum ekki verið að gera það og það var bara spurning hvenær úrslitin myndu koma. Enginn hefur verið betri en við undanfarið," sagði Jose Mourinho eftir 2-0 sigur á Zorya í Evrópudeildinni í kvöld.

Með sigrinum tryggði United sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar en Henrikh Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimovic skoruðu mörkin í seinni hálfleik.

United var mikið betri aðilinn í kvöld og var sigurinn algjörlega sanngjarn.

„Við vorum mikið meira með boltann og stjórnuðum leiknum. Þeir voru góðir varnarlega og náðu einhverjum skyndisóknum og hættulegum aukaspyrnum en við höfðum yfirburði. Við vorum liðið sem átti að vinna þó þetta hafi verið erfiður leikur," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner