Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. desember 2016 12:00
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Farinn að taka fyrstu skrefin eftir flugslysið
Alan Ruschel í leik með Chapecoense.
Alan Ruschel í leik með Chapecoense.
Mynd: Getty Images
Alan Ruschel, varnarmaður Chapecoense, er farinn að taka fyrstu skrefin í endurhæfingu sinni eftir flugslysið í Kólumbíu þar sem 71 fórust, þar af 19 af liðsfélögum hans.

Ruschel, sem er 27 ára, var einn af þeim fáu sem lifðu af en hann hefur nú birt myndband frá sjúkrahúsi í Kólumbíu.

„Ég vildi láta ykkur vita af því að endurhæfingin gengur mjög vel. Ég mun bráðlega snúa heim til Brasilíu þar sem endurhæfingin heldur áfram," segir Ruschel í myndbandinu.

„Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn."

Fyrstu skref Ruschel eftir slysið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner