Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. desember 2016 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pochettino: Sannaðist að við getum unnið á Wembley
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, í leiknum í gær.
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Í gærkvöldi varð ljóst að Tottenham verður í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í febrúar. Liðinu tókst ekki að komast upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni en náði þriðja sætinu eftir 3-1 sigur gegn CSKA Moskvu á Wembley.

Vegna framkvæmda við White Hart Lane, heimavöll Tottenham, hefur liðið spilað heimaleiki sína í Meistaradeildinni á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga.

Liðið tapaði gegn Mónakó og Bayer Leverkusen á Wembley og skemmdi það Meistaradeildarvonir félagsins. Mauricio Pochettino segir að sigurinn í gær hafi verið mjög jákvæður fyrir lið sitt sálrænt.

„Við sýndum að við getum unnið hérna og það var mikilvægt fyrir okkur. Við höfum trú á því að við getum unnið Evrópudeildina og farið langt í úrvalsdeildinni," segir Pochettino en Wembley verður líka heimavöllur Tottenham í Evrópudeildinni.

„Við erum í góðri stöðu, svipaðri og á síðustu leiktíð. Reyndar erum við með tveimur stigum meira í deildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner