Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. desember 2016 15:39
Elvar Geir Magnússon
Segir að Chapecoense afþakki boð Eiðs Smára
Vettvangur flugslyssins.
Vettvangur flugslyssins.
Mynd: Getty Images
Tim Vickery, sérfræðingur í fótboltanum í Suður-Ameríku, telur að brasilíska félagið Chapecoense muni afþakka tilboð Eiðs Smára Guðjohnsen.

Twitter-færsla Eiðs vakti gríðarlega athygli en þar bauðst hann til að spila frítt fyrir félagið.

Langflestir leikmenn og starfslið Chapecoense fórust í flugslysi í Kólumbíu þar sem 71 týndi lífi en liðið var á leið í úrslitaleik í Copa Sudamericana.

Vickery segir að Chapecoense hafi ekki áhuga á því að endurbyggja lið sitt með því að fá gamlar stórstjörnur þó félagið sé gríðarlega þakklát fyrir allan þann stuðning sem fótboltasamfélagið hefur sýnt þeim.

Sjá einnig:
Eiður Smári: Ákveð í janúar hvort ég held áfram



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner