Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. desember 2016 19:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Segir Dele Alli vera betri en Pogba
Er hann betri en Pogba?
Er hann betri en Pogba?
Mynd: Getty Images
Peter Beagrie, spekingur hjá Sky Sports, segir að Dele Alli sé betri en Paul Pogba.

Alli hefur staðið sig virkilega vel hjá Tottenham síðustu tvær leiktíðar á meðan Pogba hefur farið frekar hægt af stað með Manchester United á leiktíðinni.

„Eins og er, þá er það Alli alla daga vikunnar," sagði Beagrie um samanburð þeirra tveggja.

„Ég fylgdist með honum hjá MK Dons og sá hvað hann var þroskaður. Hann er frábær þegar hann spilar fyrir aftan framherjann ásamt því að hann getur farið á kantinn og gert vel.

„Auðvitað er Pogba stórkostlegur leikmaður en Dele Alli er bara betri eins og er," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner