Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. desember 2016 14:27
Elvar Geir Magnússon
Sleppir Matip Afríkukeppninni fyrir Liverpool?
Matip er 25 ára gamall.
Matip er 25 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Glenn Price, fréttamaður ESPN, telur að möguleiki sé á að varnarmaðurinn Joel Matip sleppi því að spila í Afríkukeppninni eftir áramót.

Matip er strax orðinn mikilvægur hlekkur í Liverpool og segir Price að Matip hafi fundað með landsliðsþjálfara Kamerún.

Matip kom til Liverpool frá Schalke í sumar og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum sem telja að liðið sé mun líklegra til sigur með hann innanborðs.

Afríkukeppnin í Gabon fer af stað í janúar en Matip er landsliðsmaður Kamerún. Ef hann verður valinn í landsliðshópinn gæti hann misst af allt að sex vikum með Liverpool. Landsliðsþjálfarinn Hugo Broos mun opinbera hóp sinn í næstu viku.

Matip hefur reglulega dregið sig úr landsliðsverkefnum í gegnum tíðina.

Búist er við því að Matip snúi aftur eftir meiðsli um helgina þegar Liverpool mætir West Ham. Hann snéri aftur til æfinga í vikunni eftir ökklameiðsli.



Athugasemdir
banner
banner