Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. desember 2016 09:22
Elvar Geir Magnússon
Stærsta tap hjá ensku liði í sögu Meistaradeildarinnar
Ranieri var ekki upplitsdjarfur á hliðarlínunni.
Ranieri var ekki upplitsdjarfur á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, stjóri Englandsmeistara Leicester, tekur á sig sökina fyrir 5-0 tapinu gegn Porto í Meistaradeildinni í gær. Leicester var fyrir leikinn búið að tryggja sér sigur í riðlinum og hvíldi marga lykilmenn.

Ranieri gerði alls tíu breytingar og niðurstaðan var stærsta tap hjá ensku liði í sögu Meistaradeildar Evrópu.

„Ég ákvað að breyta liðinu, úrslitin eru mín sök. Ég vildi gefa leikmönnum tækifæri og sé ekki eftir neinu. Leikmennirnir nýttu ekki tækifærið til að sýna sitt besta," segir Ranieri.

Leicester á erfiðan leik gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og ákvað Ranieri að hvíla leikmenn á borð við Jamie Vardy og Riyad Mahrez, enda Leicester í fallbaráttu heima.

Leicester er tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

„Ef við hefðum þurft að ná úrslitum hefði ég notað alla mína bestu menn í baráttuna. En þegar þú veist að það er erfiður leikur framundan og efsta sætið er tryggt finnst mér full ástæða að nota leikmenn sem segja: 'Af hverju er ég ekki að spila? Það gengur illa í deildinni, gefðu mér tækifæri'," segir Ranieri.

„Úrslitin eru mér að kenna en leikmenn nýttu ekki tækifærið til að sýna sig."

Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudag. Hverjum gæti Leicester mætt? Paris Saint-Germain, Benfica, Bayern München, Bayer Leverkusen, Real Madrid eða Sevilla.

Sjá einnig:
Er titilvörn Leicester sú versta í sögunni?
Athugasemdir
banner
banner
banner