fim 08. desember 2016 06:00
Magnús Már Einarsson
Terrance William ekki áfram í markinu hjá Haukum
Terrance William Dieterich.
Terrance William Dieterich.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríski markvörðurinn Terrance William Dieterich verður ekki áfram í herbúðum Hauka á næsta tímabili.

William var aðalmarkvörður Hauka árið 2015 en í sumar spilaði hann níu leiki með liðinu á meðan Magnús Kristófer Anderson lék þrettán leiki.

Markvörðurinn Trausti Sigurbjörnsson er nú einnig kominn til Hauka frá Þrótti og ljóst er að William verður ekki áfram á Ásvöllum.

Hinn 29 ára gamli William spilaði einnig með Tindastóli síðari hluta sumars 2014 en hann vill spila áfram á Íslandi.

„Eftir að hafa leikið nokkur tímabil á Íslandi þá hef ég hrifist mikið af landinu sem og harðri samkeppni í fótboltanum. Ísland hefur tekið risa skref fram á við í fótboltanum undanfarið," sagði William við Fótbolta.net.

„Ég er mjög þakklátur fyrir tíma minn á Íslandi og vonast til að halda ferli mínum þar áfram með góðu gengi hjá nýju félagi árið 2017."
Athugasemdir
banner
banner
banner