Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 08. desember 2016 10:23
Elvar Geir Magnússon
Wenger: Sanchez og Özil verða hér næstu 18 mánuði
Mesut Özil og Arsene Wenger.
Mesut Özil og Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gefur í skyn að hann vilji frekar eiga á hættu að missa Alexis Sanchez og Mesut Özil frítt frá félaginu frekar en að selja þá.

Mikið hefur verið rætt um framtíð þessara stjörnuleikmanna Arsenal en þeir og félagið eiga í erfiðum samningaviðræðum. Sanchez og Özil vilja að laun sín verði hækkuð umtalsvert.

„Átján mánuðir er langur tími í fótbolta. Þeir eiga átján mánuði eftir af samningum sínum og munu gera sitt besta fyrir félagið á meðan þeir eru hér," segir Wenger.

„Við vonumst til að gera lengri samninga við þá en ég get ekki talað um það á hverjum einasta fréttamannafundi. Þessir leikmenn eiga átján mánuði eftir og verða hér í átján mánuði, vonandi miklu lengur."

„Viðræðurnar eru einkamál og eru ekki opinberar. Við þurfum ekki að útskýra hvað við erum að gera í viðræðunum."

Af hverju ætti hann að fara til Kína?
Talað hefur verið um að kínverskt félag sé tilbúið að borga Sanchez 400 þúsund pund í vikulaun en Wenger býst ekki við því að Sílemaðurinn fari þangað.

„Af hverju ættir þú að vilja fara til Kína þegar þú spilar á Englandi? Við lifum í heimi þar sem frábærir leikmenn eins og Sanchez og Özil græða fullt af peningum og hafa þau forréttindi að geta valið hvar þeir spila. Hollusta þeirra til Arsenal er algjör," segir Wenger.

Arsenal mætir Stoke í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner