Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 09. janúar 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Elmar: Upp á mikið að spila fyrir mig
Theodór Elmar Bjarnason á æfingu í Kína.
Theodór Elmar Bjarnason á æfingu í Kína.
Mynd: KSÍ
„Þetta er mjög spennandi verkefni. Móttökurnar hafa verið frábærar og það er greinilega mikill metnaður lagður í þetta mót," sagði Theodór Elmar Bjarnason í viðtali á YouTube síðu KSÍ eftir að íslenska landsliðið mætti til Kína.

Sex nýliðar eru í hópnum og margir leikmenn fá tækifæri til að sýna sig og sanna í fjarveru fastamanna.

„Þú færð þín tækifæri og ef þú ert ekki tilbúinn að taka þau þá áttu ekki betra skilið. Ég vona að þeir hafi haldið sér í formi í fríinu og séu komnir hingað til að sýna sig og sanna. Þeir eru hérna af þeirri ástæðu að þeir eru góðir leikmenn og ég vona að þeir séu tilbúnir að grípa það."

Elmar hefur sjálfur byrjað síðustu tvo leiki í undankeppni HM og hann vill halda áfram að sýna sig og sanna.

„Ég er búinn að halda mér við og sjá til þess að ég sé tilbúinn í þetta verkefni. Ég vil halda sæti mínu í byrjunarliðinu sem ég er búinn að vinna mér inn. Það er upp á mikið að spila fyrir mig líka og ég er spenntur," sagði Elmar.

Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tók viðtalið en það má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner