Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 09. janúar 2018 14:10
Magnús Már Einarsson
Helgi Kolviðs: Erfitt að leikgreina fyrir þennan leik
Icelandair
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var langt flug og löng aðkoma að þessu en þetta er spennandi verkefni," sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, í viðtali í Indónesíu í dag aðspurður út í komandi vináttuleiki þar í landi.

Íslenska liðið náði ekki að skoða æfingavellina fyrir ferðina. Fyrsta æfing liðsins með bolta var í dag.

„Við þurftum aðeins að ýta á eftir því að æfingavellirnir væru góðir til að æfingarnar væru góðar. Allt annað hefur gengið upp."

Fyrri vináttuleikur Íslands í Indónesíu fer fram á fimmtudaginn klukkan 11:30 í beinni á RÚV. Þar mætir Ísland liði sem stuðningsmenn Indónesíu fengu að kjósa um.

„Það hafa 50 leikmenn spilað fyrir Indónesíu á einu ári og svo kemur þetta lið inn í þetta þar sem er valið á netinu. Ég fylgdist með valinu fram að jólum til að geta tekið leikmennina út. Þetta er þjálfari sem hefur aldrei þjálfað þessa stráka og þeir hafa aldrei spilað saman."

„Það var erfitt að ná í hluti sem við leikgreinum fyrir hvern leik.
Hvað liðið ætlar að gera, hvaða taktík þeir ætla að spila og hvað þeir ætla að gera í föstum leikatriðum. Við tókum hluti út sem þjálfarinn þeirra hefur gert hjá sínu félagsliði þegar það varð meistari hér í deildinni."

„Við gátum sýnt strákunum okkar hvernig fótbolti þetta er. Það eru mikil einstaklingsgæði og þetta eru allt stjörnur og fyrirliðar í sínum liðum. Það er undir okkur komið að spila þegar við komum út á völl."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni og svipmyndir frá Indónesíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner