Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. febrúar 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sex Englendingar meðal bestu U23 leikmanna heims
Mynd: Getty Images
Squawka.com er vefsíða sem fjallar eingöngu um knattspyrnu og notast mjög mikið við tölfræði í úrvinnslu frétta sinna.

Það er mikið um topplista á vefsíðunni þar sem notast er við tölfræði frá íþróttatölfræðifyrirtækinu vinsæla Opta.

Squawka er búið að útbúa lista yfir 23 bestu leikmenn heims sem eru á 23. aldursári eða yngri og eru Englendingar fjölmennastir á listanum með sex fulltrúa en Frakkar koma þar á eftir með fimm.

Þá eru tveir leikmenn frá Argentínu, tveir frá Spáni og tveir frá Þýskalandi á listanum.

Everton er það félagslið sem á flesta leikmenn á listanum, eða þrjá, en þar á eftir koma Juventus, Tottenham og Atletico Madrid með tvo hvert.

23 bestu U23 leikmenn heims:
1. Paul Pogba - Juventus (Frakkland)
2. Raphael Varane - Real Madrid (Frakkland)
3. Raheem Sterling - Man City (England)
4. Paulo Dybala - Juventus (Argentína)
5. Harry Kane - Tottenham (England)
6. Romelu Lukaku - Everton (Belgía)
7. Jose Gimenez - Atletico Madrid (Úrúgvæ)
8. Anthony Martial - Man Utd (Frakkland)
9. Julian Weigl - Borussia Dortmund (Þýskaland)
10. Hector Bellerin - Arsenal (Spánn)
11. Leroy Sane - Schalke (Þýskaland)
12. Mauro Icardi - Inter (Argentína)
13. Kingsley Coman - FC Bayern (Frakkland)
14. John Stones - Everton (England)
15. Domenico Berardi - Sassuolo (Ítalía)
16. Kurt Zouma - Chelsea (Frakkland)
17. Ruben Neves - Porto (Portúgal)
18. Saul Niguez - Atletico Madrid (Spánn)
19. Hakan Calhanoglu - Bayer Leverkusen (Tyrkland)
20. Ross Barkley - Everton (England)
21. Jack Butland - Stoke City (England)
22. Gabriel Barbosa - Santos (Brasilía)
23. Dele Alli - Tottenham (England)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner