Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. febrúar 2016 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Di Canio sækir aftur um stjórastarfið hjá Rotherham
Mynd: Getty Images
Paolo Di Canio, fyrrverandi knattspyrnustjóri Swindon Town og Sunderland, er búinn að sækja tvisvar sinnum um að taka við stjórastarfinu hjá Rotherham á fjórum mánuðum, samkvæmt frétt frá Daily Mail.

Di Canio hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Sunderland fyrir tveimur og hálfu ári og sótti um stjórastarf Rotherham síðasta september eftir að Steve Evans var rekinn.

Di Canio fékk ekki atvinnuviðtal hjá Rotherham og var Neil Redfearn ráðinn, en nú er búið að reka Redfearn og er Di Canio búinn að senda inn aðra starfsumsókn til félagsins.

John Carver, fyrrverandi knattspyrnustjóri Newcastle, er einnig talinn hafa áhuga á starfinu, en hver sem tekur við Rotherham þarf að bjarga félaginu frá falli í ensku Championship deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner