Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. febrúar 2016 20:00
Alexander Freyr Tamimi
Enrique vonar að Neymar haldi haus
Neymar mætti fyrir rétt á dögunum.
Neymar mætti fyrir rétt á dögunum.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, segir að sóknarmaðurinn Neymar megi ekki láta þá erfiðleika sem hrjá hann utan vallar hafa áhrif á frammistöðu sína.

Brasilíski landsliðsfyrirliðinn hefur verið á forsíðum blaðanna undanfarið vegna réttarhalda yfir honum og föður sínum vegna skattsvika og annarra lögbrota í tengslum við félagaskipti hans frá Santos til Barcelona.

Neymar eldri reifst harkalega við fjölmiðlamenn á næturklúbbi þar sem Neymar hélt upp á 24 ára afmæli sitt á föstudag, tveimur dögum fyrir 2-0 sigur Börsunga gegn Levante. Enrique segir að leikmenn Barcelona megi ekki láta utanaðkomandi hluti trufla sig.

„Að vera leikmaður fyrir stórlið eins og Barcelona krefst mikils styrks," sagði Enrique á blaðamannafundi.

„Þú verður að vera undirbúinn fyrir hluti sem geta gerst innan vallar sem utan og allt það sem getur gerst í knattspyrnuheiminum."

„Það er erfitt fyrir leikmenn stórliða að höndla þessa hluti. En hver sá leikmaður sem hefur verið hérna lengi kann að höndla þetta."


Athugasemdir
banner
banner
banner