Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. febrúar 2016 22:23
Alexander Freyr Tamimi
Enski bikarinn: Ogbonna skallaði Liverpool úr keppni
Hetjan Ogbonna í baráttunni við Daniel Sturridge í kvöld.
Hetjan Ogbonna í baráttunni við Daniel Sturridge í kvöld.
Mynd: Getty Images
West Ham 2 - 1 Liverpool
1-0 Michail Antonio ('45 )
1-1 Philippe Coutinho ('48 )
2-1 Angelo Ogbonna ('120 )

West Ham sló út Liverpool á dramatískan hátt í enska bikarnum í kvöld eftir framlengdan leik.

Leikurinn var sekúndum frá því að fara í vítaspyrnukeppni þegar Angelo Ogbonna skoraði með skalla á 120. mínútu.

Michail Antonio hafði komið West Ham yfir rétt fyrir leikhlé en strax í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Philippe Coutinho metin. Coutinho var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í meira en mánuð en hann hefur glímt við meiðsli.

Inn á fyrir Coutinho kom síðan Daniel Sturridge á 59. mínútu, en meiðsli hafa einnig sett mikið strik í reikninginn hjá honum. Hins vegar urðu ekki skoruð fleiri mörk í venjulegum leiktíma.

Líkt og áður sagði kom Ogbonna svo í veg fyrir vítaspyrnukeppni á lokaandartökunum og West Ham mætir því Blackburn í 16-liða úrslitunum á meðan lærisveinar Jurgen Klopp eru úr leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner