þri 09. febrúar 2016 12:05
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári eftirsóttur á Norðurlöndunum
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mörg félög á Norðurlöndunum hafa áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen í sínar raðir.

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hjá Total Football, staðfestir þetta í samtali við Tipsbladet í Danmörku í dag.

„Það er áhugi frá öllum löndunum á Norðurlöndum og þar á meðal Danmörku. Eiður er ekki með langtíma áætlanir en það er klárt að hann vill fara með á EM í sumar og því þarf hann að finna gott félag," sagði Magnús Agnar.

„Hann spilar kannski ekki 90 mínútur í hverjum leik en hann vill koma oft við sögu. Norðurlöndin henta því mjög vel. Það hjálpar honum ekki að fara í stórt félag og fá ekki að spila."

Eiður er án félags í augnablikinu en Ole Gunnar Solskjær, þjálfari norska félagsins Molde, hefur staðfest að hann hafi mikinn áhuga á að semja við Eið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner