þri 09. febrúar 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
„Framlag Gylfa ómetanlegt"
Mynd: Getty Images
Guardian fer eftir helgina yfir tíu umtöluð atriði í ensku úrvalsdeildinni. Þar fær Gylfi Þór Sigurðsson meðal annars mikið hrós.

Gylfi hefur skorað fimm mörk í sex leikjum á þessu ári en hann skoraði beint úr aukaspyrnu gegn Crsytal Palace um helgina.

Stuart James, blaðamaður Guardian, veltir því fyrir sér hvort Gylfi sé besti spyrnusérfræðingurinn í ensku úrvalsdeildinni.

Frá því árið 2012 hefur Gylfi skorað næstflest mörk úr aukaspyrnum í deildinni en einungis Christian Eriksen hjá Tottenham er með fleiri. Gylfi hefur skorað fimm mörk úr aukaspyrnu síðan árið 2012 en Eriksen sex.

„Í liði sem á í vandræðum með að skora þá er framlag Sigurðsson ómetanlegt," segir James meðal annars í greininni á Guardian.
Athugasemdir
banner
banner
banner