Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 09. febrúar 2016 14:24
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Hermanns má fara frá PSV á láni
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hjörtur Hermannsson, U21 árs landsliðsmaður, hefur fengið leyfi til að fara frá PSV Eindhoven á láni. Þetta staðfesti Ólafur Garðarsson umboðsmaður hans í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hjörtur hefur undanfarna daga æft með sænska félaginu IFK Gautaborg en liðið er í æfingabúðum í Dubai.

Hjörtur stóð meðal annars vaktina í vörninni í 2-1 sigri á Molde í æfingaleik í dag.

Það ætti að skýrast fljótlega hvort Hjörtur fari til Gautaborg á láni en þar á bæ þekkja menn það vel að hafa Íslendinga í vörninni.

Hjálmar Jónson hefur spilað í vörn IFK Gautaborg síðan árið 2002 og Ragnar Sigurðsson lék einnig í hjarta varnarinnar hjá liðinu á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner