Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. febrúar 2016 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jonjo Shelvey hagstæðustu kaup janúargluggans
Mynd: Getty Images
CIES Football Observatory er búið að rannsaka öll kaup janúargluggans í þaula og hefur komist að þeirri niðurstöðu að kaup Newcastle á Jonjo Shelvey voru þau hagstæðustu.

Fyrirtækið reiknar út raunverulegt verð leikmanna með stærðfræðiformúlu sem tekur mest mark á aldri leikmanna, stöðu þeirra á vellinum, samningslengd og launum, gengi með landsliðinu, reynslu og frammistöðu.

Samkvæmt tölum CIES voru kaupin á sóknarsinnaða miðjumanninum Jonjo Shelvey þau hagstæðustu í janúarglugganum, en Newcastle greiddi 12 milljónir punda fyrir hann þegar raunvirði hans er 23.5 milljónir.

Kínverska félagið Guangzhou Evergrande gerði þá óhagstæðustu kaup janúargluggans þegar Jackson Martinez var keyptur til félagsins á 31 milljón punda, en átti í raun ekki að kosta meira en 13 milljónir punda.

Jiangsu Suning greiddi þá rúmlega 8 milljónum punda of mikið fyrir Ramires, sem var keyptur frá Chelsea, og Bournemouth borgaði alltof mikið fyrir Lewis Grabban sem hefði átt að kosta undir eina milljón punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner