þri 09. febrúar 2016 22:49
Alexander Freyr Tamimi
Klopp: Fyndnar ákvarðanir
Klopp gengur ekki sérlega vel gegn West Ham.
Klopp gengur ekki sérlega vel gegn West Ham.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var eðlilega hundsvekktur eftir að hans menn duttu úr leik í enska bikarnum gegn West Ham í kvöld.

Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna var staðan 1-1 og einungis örfáar sekúndur fram að vítaspyrnukeppni þegar Angelo Ogbonna tryggði West Ham sigurinn með skalla. Klopp er ósáttur með aukaspyrnuna sem West Ham fékk og leiddi til marksins á 120. mínútu.

„Það er erfitt að kyngja þessu. Við vorum betra liðið, sköpuðum færi og spiluðum góðan fótbolta. En við nýttum ekki færin," sagði Klopp eftir leik.

„Það voru margar ákvarðanir sem ég myndi á betri degi segja að hafi verið fyndnar ákvarðanir. Mér fannst þetta ekki vera aukaspyrna (í aðdraganda sigurmarksins) en ég þyrfti að sjá þetta aftur."

„Þetta er ekki auðvelt því við komum hingað bara til að vinna. Þú þarft ekki að spila þinn besta leik, þú þarft bara að komast í næstu umferð. Dyrnar voru galopnar fyrir okkur því við stóðum okkur vel en það var ekki nóg. Við verðum að halda áfram og berjast í næsta leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner