Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. febrúar 2016 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moores ætlar að kaupa Everton fyrir 200 milljónir punda
Bill Kenwright keypti Everton á 20 milljónir punda árið 1999.
Bill Kenwright keypti Everton á 20 milljónir punda árið 1999.
Mynd: Getty Images
Bandarískur hópur fjárfesta er kominn langt í samningsviðræðum um kaupin á enska úrvalsdeildarfélaginu Everton.

Fjárfestahópurinn er leiddur af John Jay Moores, sem seldi hafnaboltaliðið San Diego Padres á 800 milljónir dollara fyrir fjórum árum.

John Moores er viðskiptamaður en er þekktur fyrir manngæsku og virðingu í sínum viðskiptum og því eru margir stuðningsmenn Everton ánægðir með þróun mála.

Moores er mikils metinn í Bandaríkjunum fyrir að hafa gefið hundruði milljóna dollara í ýmsa góðgerðar- og þróunarstarfsemi.

Moores, sem hefur áður sýnt velska félaginu Swansea City áhuga, fær líklega ekki að kaupa Everton af Bill Kenwright án þess að gefa loforð um að byggja nýjan leikvang og gæti þurft að greiða um 200 milljónir punda fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner