Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. febrúar 2016 15:19
Magnús Már Einarsson
Morten Gamst Pedersen til Tromsö - Aron líka?
Morten Gamst samdi við Tromsö í dag.
Morten Gamst samdi við Tromsö í dag.
Mynd: Getty Images
Norski kantmaðurinn Morten Gamst Pedersen hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Tromsö.

Hinn 34 ára gamli Morten Gamst fór frá Tromsö til Blackburn árið 2004. Þar spilaði hann í tíu ár áður en hann gekk í raðir Rosengborg.

Morten Gamst er vinstri kantmaður líkt og Aron Sigurðarson leikmaður Fjölnis, sem var á reynslu hjá Tromsö á dögunum.

Tromsö er í viðræðum við Fjölni um kaup á Aroni og samkvæmt frétt mbl.is eru ennþá ágætis líkur á að leikmaðurinn fari þangað.

„Viðræður eru enn í gangi og það er svona smá nudd á milli fé­lag­anna en þó á jákvæðum nót­um. Bolt­inn er hjá Trom­sö núna og við reikn­um með að heyra frá þeim á morg­un,“ sagði Kristján Ein­ars­son formaður knatt­spyrnu­deild­ar Fjöln­is við mbl.is.
Athugasemdir
banner