Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. febrúar 2016 22:55
Alexander Freyr Tamimi
Mourinho búinn að segja að hann verði næsti stjóri United?
Er Mourinho á leiðinni á Old Trafford?
Er Mourinho á leiðinni á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Bresku dagblöðin Mail, Mirror og Star halda því fram að Jose Mourinho sé búinn að segja vinum sínum að hann sé næsti stjóri Manchester United. Verður greint frá þessu í blöðum morgundagsins.

Orðrómar voru farnir af stað um að United ætlaði að fá Mauricio Pochettino til að yfirgefa Tottenham og taka við liðinu af Louis van Gaal eftir tímabilið en nú virðist sem Mourinho sé maðurinn.

Portúgalinn var rekinn frá Chelsea fyrr á tímabilinu og allt frá því að það gerðist hefur hann verið sterklega orðaður við stjórastöðuna á Old Trafford, Van Gaal til mikillar óánægju.

Smelltu hér til að sjá síður bresku blaðanna sem fjalla um ráðningu Mourinho til United.
Athugasemdir
banner
banner