þri 09. febrúar 2016 22:14
Alexander Freyr Tamimi
Stuðningsmenn Dortmund fleygðu tennisboltum
Leikmenn Dortmund týna upp tennisbolta.
Leikmenn Dortmund týna upp tennisbolta.
Mynd: Getty Images
Hluti af stuðningsmönnum Borussia Dortmund misstu vísvitandi af fyrstu 20 mínútunum af leik liðsins gegn Stuttgart í þýska bikarnum til að mótmæla miðaverði.

Mótmælunum var hrint af stað eftir að Stuttgart ákvað að okra að stuðningsmönnum Dortmund fyrir leikinn, en þeir fengu 25 prósent sæta sem gestir. Kostuðu miðarnir 70 evrur á meðan ódýrustu miðarnir kostuðu 38,5 evrur.

Stuðningsmenn sem vildu fá miða í stæði þurftu að borga tæpar 20 evrur og voru þeir allt annað en sáttir.

Stuttu eftir að þeir mættu á svæðið hentu þeir fjöldanum öllum af tennisboltum inn á völlinn og þurfti að stöðva leikinn í stutta stund. Varnarmaðurinn Mats Hummels bað stuðningsmennina að hætta kastinu.
Athugasemdir
banner
banner